Bílastæðalausnir til framtíðar

Green Parking er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í nútíma bílastæðalausnum fyrir rekstur bílastæða fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir og sveitarfélög.

Við teljum að bílastæði eigi að vera vel merkt um gjaldskyldu og með auðvelt aðgengi fyrir þig, eiganda ökutækisins. Við leggjum áherslu á góða umgengni og viljum hafa bílastæðin okkar snyrtileg og vel þrifin.

Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum og leggum áherslu á að allur búnaður uppfylli kröfur um sjálfvirkni og að þjónustan til notenda sé eins einföld og mögulegt er.

Heiti fyrirtækisins í Fyrirtækjaskrá er Green Parking ehf. Kennitala félagsins er 550986-1599 (vsk nr: 10450) og staðsetning fyrirtækisins er Askalind 1, 200 Kópavogur.

Framkvæmdastjóri félagsins er Katrín Sverrisdóttir og félagið er dótturfélag Öryggismiðstöðvarinnar hf.

Öryggismiðstöðin hf. þjónustar Green Parking um rekstur hugbúnaðar, tækja og þjónustuver.