Hvernig virkar Green Parking - Einfalt í notkun
Green Parking leggur áherslu á að allur búnaður uppfylli kröfur um sjálfvirkni og að þjónustan til notenda sé eins einföld og mögulegt er. Bílastæðin eru merkt gjaldskyld og góðar merkingar eru um mögulegan greiðslumáta sem er vel sjáanlegt fyrir notendur.
1. Skráning á bíl
Myndavélabúnaður Green Parking greinir bílnúmer og tíma við komu á bílastæðið og sömuleiðis þegar bíllinn fer út af bílastæðinu.2. Greiðsla fyrir notkun
Greiðslumátinn er með öppum og greiðsluvél er á staðnum sem býður upp á leiðbeiningar á mörgum tungumálum.3. Ekki greitt fyrir notkun
Þeir sem ekki greiða gjaldið fyrir leigu á bílastæðinu fá kröfu senda í heimabankann. Ef krafan er ekki greidd þá kann hún að vera send í innheimtu hjá innheimtufyrirtæki..