Almennir skilmálar Green Parking
1.
GreenParking ehf kt. 550986-1599, (hér eftir nefnt GP) sér um rekstur bílahúsa og útibílastæða fyrir fasteignaeigendur.
2.
Með hugbúnaðarlausn GP er m.a hægt að greiða fyrir leigu bílastæða þegar ekið er inn á gjaldskyld bílastæði. GP rekur ekki app og er einungis hugbúnaðarlausn sem hin ýmsu öpp tengja sig við.
3.
Merkingar eru við og á bílastæðum um gjaldskyldu. Þar kemur meðal annars fram verð og fleira en nánari upplýsingar um hverja staðsetningu fyrir sig er á hér á heimasíðunni undir staðsetningar.
4.
Heimilt er að leggja bifreið í stæði í samræmi við gefnar leiðbeiningar GP.
Þegar bifreið er lagt í gjaldskylt bílastæði GP samþykkir bifreiðareigandi, eða umráðamaður bifreiðar ef við á, skilmála félagsins vegna afnota af gjaldskyldu bílastæði.
5.
Bíleigandi ábyrgist kostnað vegna vangreiðslu bílastæðagjalda. Ef bifreið er ekið á brott án þess að greitt er fyrir afnot er rukkun send í heimabanka fyrir vangreiðslugjalds .
6.
Bílastæða- og þjónustugjöld sem greidd eru með appi eða með greiðsluvél eru ávallt samkvæmt gjaldskrá hvers svæðis fyrir sig. Greiðsluvél eru á staðnum eða stafræn greiðsluvél á sumum stöðum þar sem greitt er með greiðslukortum VISA – Mastercard – JCB – Maestro. Afbókunarskilmálar – óendurgreiðanlegt.
7.
GP ábyrgist ekki ökutæki á meðan á geymslu stendur. Þjófnaður er kærður til lögreglu.
8.
Ef bifreið er lagt ólöglega eða greiðir ekk bílastæðagjöld skv gjaldskrá hverju sinni getur bifreiðin verið fjarlægð á kostnað bíleigenda.