Þjónustuskilmálar Green Parking
Skilmálar þessir gilda um samkomulag Green Parking ehf., kt. 5509861599, (hér eftir „Green Parking“ eða „félagið“) og viðskiptavina sem nýta sér gjaldskyld bílastæði eða aðra þjónustu félagsins. Með „viðskiptavini“ er í skilmálum þessum átt við skráðan eiganda bíls eða umráðamanns bíls sé hann skráður í ökutækjaskrá Samgöngustofu.
Green Parking rekur gjaldskyld bílastæði og annast útleigu þeirra til viðskiptavina. Þá sér félagið um gjaldtöku, annað hvort í eigin nafni eða fyrir hönd fasteignaeigenda. Green Parking rekur einnig hugbúnaðarlausn sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða fyrir afnot á gjaldskyldum bílastæðum, annað hvort á staðnum eða eftir á, og tengist öðrum greiðslulausnum, svo sem Easy Park, á ýmsum svæðum. Bílastæðaþjónusta sem Green Parking veitir er nefnd „þjónustan“ í skilmálum þessum.
Með skiltum og merkingum á gjaldskyldum svæðum Green Parking er gefið skýrlega til kynna að greiðsla sé áskilin fyrir afnot bílastæða, en með því gangast viðskiptavinir undir skuldbindingu til að greiða fyrir afnot þeirra samkvæmt skilmálum sem um þau gilda.
Skilmálar þessir, og eftir atvikum, önnur samskipti mynda samkomulag Green Parking og viðskiptavinar um þjónustuna. Viðskiptavinir eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir nýta sér þjónustuna.
1. Gjaldtaka og greiðslur
1.1. Gjaldskylda er á bílastæðum Green Parking nema annað sé sérstaklega tekið fram. Merkingar um gjaldskyldu eru við og á bílastæðum. Upplýsingar um gjaldsvæði og gjaldskrá fyrir hverja staðsetningu má finna á vefsíðu Green Parking (www.greenparking.is/stadsetningar). Gildandi gjaldskrá, eins og hún birtist á hverjum tíma, er hluti af þessum skilmálum.
1.2. Green Parking annast gjaldtöku vegna bílastæðagjalda. Bílastæðagjöld eru greidd án virðisaukaskatts.
1.3. Eftirlitsmyndavélar við inn- og útakstursleiðir lesa bílnúmer og gjaldskylda miðast við þann álestur. Með notkun bílastæðis samþykkir viðskiptavinur skilmála Green Parking. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að greitt sé fyrir réttan tíma. Ef greitt er fyrir skemmri tíma en bíll var í bílastæði, áskilur Green Parking sér rétt til þess að rukka viðskiptavin fyrir ógreitt bílastæðagjald, með sendingu á kröfu í heimabanka.
1.4. Viðskiptavinum býðst að greiða bílastæðagjöld, annað hvort:
a) samhliða afnotum og greiða þeir þá bílastæðagjald í samræmi við notkun (að frádregnum frítíma ef við á); eða
b) eftir á og greiða þeir þá hærra bílastæðagjald eða svokallað vangreiðslugjald. Vangreiðslugjald er fast gjald, óháð því hversu lengi bíll stóð í gjaldskyldu bílastæði, en fjárhæð þess er mismunandi eftir gjaldskrá hverrar staðsetningar. Við vangreiðslugjald leggst færslugjald vegna rafræns reiknings að fjárhæð kr. 250.
1.5. Ef greitt er samhliða afnotum af gjaldskyldu bílastæði fer greiðsla fram með notkun á:
a) Greiðsluvél sem er á staðnum,
b) Stafrænum greiðslumáta í gegnum QR kóða sem áframsendir greiðanda á greiðslusíðu Green Parking,
c) Greiðslulausn þriðja aðila, t.d. Easy Park.
Hægt er að greiða með greiðslukortum VISA, Mastercard, JCB og Maestro.
1.6. Ef greitt er eftir á, birtist krafa um bílastæðagjald í heimabanka viðskiptavinar, auk færslugjalds vegna rafræns reiknings. Afrit reiknings, með sundurliðun, getur viðskiptavinur nálgast á mínum síðum á vefsíðu Green Parking (https://minarsidur.greenparking.is/login).
1.7. Bílastæðagjöld eru ávallt samkvæmt gjaldskrá hvers svæðis. Greidd þjónusta er óafturkræf og óendurgreiðanleg.
2. Vangoldin bílastæðagjöld
2.1. Sé krafa í heimabanka vegna bílastæðagjalda ekki greidd innan 14 daga annast Inkasso ehf., kt. 630413-0360, innheimtu hennar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á vangoldnum bílastæðagjöldum og áfallandi kostnaði.
3. Reglur á bílastæðum
3.1. Heimilt er að leggja bíl í merkt bílastæði í samræmi við leiðbeiningar Green Parking. Sé bíl lagt ólöglega kann hann að verða fjarlægður á kostnað viðskiptavinar.
3.2. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að farið sé eftir almennum umferðarreglum og/eða fyrirmælum, merkingum og reglum sem eru í gildi á bílastæðum Green Parking.
4. Ábyrgðartakmarkanir
4.1. Green Parking ber ekki ábyrgð á:
a) tjóni eða þjófnaði sem kann að verða á meðan leigu bílastæðis stendur,
b) óþægindum eða tjóni vegna bilunar í tölvu- og/eða hugbúnaði, hvort sem um er að ræða búnað Green Parking eða þriðja aðila,
c) beinu eða óbeinu tjóni sem rekja má til athafna og/eða athafnaleysis viðskiptavinar, eða
d) beinu eða óbeinu tjóni vegna óviðráðanlegra atvika, þ. á m., en ekki takmarkað við, eldsvoða, flóð eða aðrar náttúruhamfarir af hvaða tagi sem er, stríðsaðgerðir, hryðjuverk, vinnudeilur, takmarkanir á almennri umferð eða aðrir þætti sem Green Parking hefur ekki áhrif á.
4.2. Allur þjófnaður er kærður til lögreglu.
4.3. Viðskiptavinir bera ábyrgð á eigin athöfnum og notkun á þjónustu Green Parking.
5. Meðferð kvartana
Viðskiptavinir skulu koma kvörtunum vegna veittrar þjónustu eða rangrar gjaldtöku á framfæri við Green Parking með skriflegum hætti án tafar og ávallt innan 30 daga. Hægt er að senda inn beiðni um endurupptöku á ákvörðun um álagningu með því að fylla út beiðni á vefsíðu Green Parking (www.greenparking.is/athugasemdir).
6. Persónuvernd
Green Parking meðhöndlar allar persónuupplýsingar í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, og gildandi persónuverndarstefnu Green Parking sem birt er á vefsíðu félagsins (www.greenparking.is/personuverndarstefna). Persónuverndarstefna Green Parking telst hluti af skilmálum þessum.
7. Önnur ákvæði
7.1. Green Parking áskilur sér rétt til þess að framselja, að fullu eða að hluta, réttindi og skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum til tengds aðila, án samþykkis viðskiptavinar.
7.2. Skilmálar þessir kunna að taka breytingum. Komi til breytinga verða þær birtar á vefsíðu Green Parking (www.greenparking.is).
7.3. Ef eitthvert ákvæði í skilmálum þessum er dæmt ógilt eða óframkvæmanlegt, skulu önnur ákvæði halda gildi sínu.
8. Lög og varnarþing
Um skilmála þessa fer samkvæmt íslenskum lögum. Mál sem kunna að rísa í tengslum við skilmála þessa skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.