Landspítalinn við Hringbraut

Green parking ehf. sér um rekstur bílastæða Landspítalans við Hringbraut fyrir hönd Landspítalans og alla þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun þeirra.
Merkingum gjaldskyldra bílastæða á Landspítalalóðum sýna að nú eru öll bílastæði gjaldskyld eða um 1.200 talsins og settar hafa verið upp greiðsluvélar innandyra á 8 stöðum í húsakynnum Landspítala og Háskóla Íslands. Sjá nánar á yfirlitsmynd af bílastæðum á lóðum.

Gjaldskylda er á öllum merktum bílastæðum á Landspítalalóðinni á virkum dögum frá kl. 8:00 – 16:00:

  • Bílastæði: 220 kr. pr. klst.

Greitt er fyrir bílastæðin við komu og ekki er þörf á að setja miða í bifreiðina til staðfestingar greiðslu. Einnig er hægt að nýta bílastæðaöpp EasyPark og Parka.

Starfsmaður Green Parking er á svæðinu alla virka daga á meðan á gjaldskyldu stendur og hann getur veitt aðstoð ef á þarf að halda. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Green Parking.

Þeir sem ekki greiða bifreiðagjöld fyrir leigu á bílastæðinu fá kröfu senda í heimabankann. Krafan er send á eiganda bílsins.

Greiðsluvélar

  • Barnaspítali Hringsins
  • Aðalinngangur – Kringlan
  • Kvennadeild
  • K bygging
  • Aðalinngangur – Eiríksgata
  • Geðdeild
  • H.Í. – Eirberg
  • H.Í. – Læknagarður

Vangreiðslugjald

Krafa vegna vangreiðslugjalds er stofnuð á kennitölu bíleiganda (en umráðamanns, sé hann skráður í ökutækjaskrá). Krafan birtist í netbanka/bankaappi innan nokkurra mínútna eftir álagningu gjaldsins.

Ef greiðandi vangreiðslugjalds er ekki eigandi eða umráðamaður þess bíls sem skráður er á strimli, sem settur er á framrúðu bíls, þá er hægt að greiða eftir strimlinum í næsta banka eða í netbanka.

  • Vangreiðslugjald: 4.500 kr.


Til að greiða eftir strimli í netbanka skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Undir Greiðsluseðill (ekki millifærslur) skal slá inn greiðsluupplýsingar, sem finna má neðarlega á strimlinum, í þar til gerða reiti (Kennitala – Númer – Banki HB – Gjalddagi) og skrá kennitölu eiganda/umráðamanns í reit fyrir kennitölu greiðanda. Kennitalan er skráð neðst á strimilinn.

Athugasemdir vegna álagningar

Bíleigandi eða umráðamaður getur gert athugasemd vegna álagningar vangreiðslugjalds innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutækið.
Skráð er númer ökutækis og númer álagningar (sem prentuð er á miðann sem settur er á framrúðu ökutæksins) eða staðsetningu bílastæðasvæðis. Þá opnast rafrænt form með öllum helstu upplýsingum um málið og viðkomandi getur skráð athugasemdir sínar.

Með því að senda inn slíka athugasemd er verið að óska eftir því að vangreiðslugjaldið sé fellt niður. Svar mun berast í tölvupósti innan 14 daga frá því að athugasemdin barst.

Lög, reglugerðir og fleira

- Umferðarlög, nr. 77/2019
- Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995
- Reglugerð um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða, nr. 1130/2016
- Lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991
- Reglugerðir með breytingum er að finna á vef Samgöngustofu.
- Með auglýsingu 1292/2021 – (B-tíð 18/11/21) heimilaði ráðherra samgöngumála LSH einmitt slíka innheimtu.