Suðurlandsbraut 24

Green Parking ehf. sér um rekstur bílastæða í eigin nafni sem og fyrir fyrirtæki og húsfélög og sér um alla þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun þeirra á gjaldskyldum bílastæðum á svæðum félagsins.

Eingöngu er um að ræða bílastæðin sem eru á bílapallinum fyrir aftan Suðurlandsbraut 24 sem eru gjaldskyld. Um er að ræða 35 bílastæði og er inn- og útgangur á einum stað.

Merkingar fyrir gjaldskyld bílastæði eru sýnilegar með upplýsingaskiltum.

Gjaldskylda

Gjaldskylda er allan sólarhringinn:

·         Bílastæði: 600 kr. pr. klst.

·         Hámarksgjald pr. sólarhring: 4.500 kr.

Greitt er fyrir bílastæði með stafrænni greiðsluvél og eða með Easy park appi. QR kóði er á skiltunum fyrir aðgang að stafrænni greiðsluvél og til að sækja Easy park appið.

Í appinu EasyPark eru settar inn upplýsingar um ökutækið þar sem m.a. er hægt að haka við „Camerapark“ til að sjálfvirkni í greiðslum geti átt sér stað.

Gjaldskrá - Fyrirframgreiddur bílastæða aðgangur

Fyrirframgreiddur bílastæða aðgangur / Pree booked Access Passes.

  • Aðgangur í 1 dag  (24H) - 1 Day access (24H): 3000 ISK
  • Aðgangur í 7 daga - 1 week access: 9000 ISK
  • Aðgangur í 30 daga - 1 month access 18000 ISK

*Kaup á fyrirframgreiddum aðgangspassa tryggir ekki aðgang að lausu bílastæði á gildistíma.

*Purchasing a Day/weekly/monthly pass does not guarantee available space during the validation period.

Vangreiðslugjald

Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Krafa vegna vangreiðslugjalds er stofnuð á kennitölu bíleiganda eða umráðamanns, sé hann skráður í ökutækjaskrá. Krafan birtist samdægurs í netbanka/bankaappi. Ef krafan er ekki greidd kann hún að vera send í innheimtu hjá innheimtufyrirtæki.

  • Vangreiðslugjald: 5.500 kr.

Athugasemdir vegna álagningar

Bíleigandi eða umráðamaður getur gert athugasemd vegna álagningar vangreiðslugjalds innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutækið. Slík athugasemd er skráð inn í dálkinn "Hafa samband" og þar er valið "Þjónusta". Þar eru skráð helstu upplýsingar eins og númer ökutækis og staðsetningu bílastæðasvæðis.

Svar mun berast í tölvupósti innan 14 daga frá því að athugasemdin barst.