Rauðarárstígur 27, 101 Reykjavík

Green Parking ehf. sér um rekstur bílastæða við Rauðarárstíg 27 fyrir hönd eigenda auk þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna. Bílastæðin eru fyrir aftan húsið, til hliðar við húsið og einnig eru 4 bílatæði fyrir framan húsið. Inn- og útgangar sem eru frá Rauðarárstíg eru tveir.

  • Samtals um 26 bílastæði
  • Gjaldskylda 24/7
  • Merkingar fyrir gjaldskyld bílastæði eru sýnilegar með upplýsingaskiltum við inn- og útganga.

Gjaldskylda er allan sólarhringinn, alla daga ársins:

  • Bílastæði: 800 kr. pr. klst.

Greitt er fyrir bílastæði með EasyPark appinu auk færslugjalds sem EasyPark leggur ofan á viðverugjaldið.

Í appinu EasyPark eru settar inn upplýsingar um ökutækið þar sem valið er svæðisnúmerið 190 eða svæðið kemur sjálfkrafa upp þegar komið er inn á bílastæðið.

Bíleigendur þurfa alltaf að skrá bílinn með EasyPark appinu þegar þeir leggja í bílastæðin.

Eftirlitsvörður er á svæðinu og hefur umsjón með skráningu bílnúmera vegna notenda sem hafa ekki skráð sig inn í Easy Park appið og fá því þjónustugjald sent í heimabanka. Skráðir eigendur eða umráðamenn bifreiða (ef skráður í ökutækjaskrá) fá þá senda kröfu í heimabanka að fjárhæð kr. 4.500, auk seðilgjalds.

Yfirlitsmynd

Vangreiðslugjald

Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Krafa vegna vangreiðslugjalds er stofnuð á kennitölu bíleiganda eða umráðamanns, sé hann skráður í ökutækjaskrá. Krafan birtist samdægurs í netbanka/bankaappi. Ef krafan er ekki greidd kann hún að vera send í innheimtu hjá innheimtufyrirtæki.

  • Vangreiðslugjald: 5.500 kr.
  • Við vangreiðslugjaldið leggst færslugjald vegna rafræns reiknings að fjárhæð kr 250

Athugasemdir vegna álagningar

Bíleigandi eða umráðamaður getur gert athugasemd vegna álagningar vangreiðslugjalds innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutækið. Slík athugasemd er skráð inn í dálkinn "Hafa samband" og þar er valið "Þjónusta". Þar eru skráð helstu upplýsingar eins og númer ökutækis og staðsetningu bílastæðasvæðis.

Svar mun berast í tölvupósti innan 14 daga frá því að athugasemdin barst.