N1 Hringbraut
Green Parking ehf. sér um rekstur bílastæða í eigin nafni sem og fyrir fyrirtæki og húsfélög og sér um alla þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun þeirra á gjaldskyldum bílastæðum á svæðum félagsins.
Um er að ræða öll bílastæðin á lóðinni við N1 – þjónustumiðstöðina og eru þau öll gjaldskyld. Fjöldi bílastæða eru um 45 og hægt er að keyra inn á tveim stöðum en útgangur er á einum stað.
Merkingar fyrir gjaldskyld bílastæði eru sýnilegar með upplýsingaskiltum við báða innganga og einnig er upplýsingarskilti við innganginn á þjónustumiðstöðinni.
Gjaldskylda
Gjaldskylda er allan sólarhringinn en frítt er að leggja fyrstu 45 mínúturnar. Eftir þann tíma er rukkað skv. gjaldskrá:
- Bílastæði: 600 kr. pr. klst.
- Fyrstu 45 mínúturnar eru gjaldfrjálsar.
- Hámarksgjald pr. sólarhring: 4.500 kr.
Greitt er fyrir bílastæði með greiðsluvél og eða sjálfvirkri greiðsluvél gegnum QR kóða sem er á bláu skiltunum.
Einnig er hægt er að greiða með appinu EasyPark. Annars vegar eru settar inn upplýsingar um ökutækið eða með sjálfvirkum þannig að hægt er að haka við „CameraPark“ til að sjálfvirkni í greiðslum geti átt sér stað með EasyPark
Vangreiðslugjald
Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Krafa vegna vangreiðslugjalds er stofnuð á kennitölu bíleiganda eða umráðamanns, sé hann skráður í ökutækjaskrá. Krafan birtist samdægurs í netbanka/bankaappi. Ef krafan er ekki greidd kann hún að vera send í innheimtu hjá innheimtufyrirtæki.
- Vangreiðslugjald: 5.500 kr.
Athugasemdir vegna álagningar
Bíleigandi eða umráðamaður getur gert athugasemd vegna álagningar vangreiðslugjalds innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutækið. Slík athugasemd er skráð inn í dálkinn "Hafa samband" og þar er valið "Þjónusta". Þar eru skráð helstu upplýsingar eins og númer ökutækis og staðsetningu bílastæðasvæðis.
Svar mun berast í tölvupósti innan 14 daga frá því að athugasemdin barst.
- Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Green Parking í gegnum netfangið hjalp@greenparking.is.