Hótel Reykjavík Grand
Green parking ehf. sér um rekstur bílastæða í bílakjallaranum Hótel Reykjavík Grand fyrir hönd eigenda húsnæðisins auk þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna.
Eingöngu bílastæðin í bílakjallaranum eru gjaldskyld. Um er að ræða 115 bílastæði og eru tveir inn- og útgangar í bílakjallarann.
Merkingar fyrir gjaldskyld bílastæði eru sýnilegar með upplýsingaskiltum inni í bílakjallaranum og á skiltum við innganga bílakjallarans.
Gjaldskylda er allan sólarhringinn.
Gjaldskrá:
- Bílastæði: 600 kr. pr. klst., fyrstu 3 klukkustundirnar
- Eftir þann tíma: 250 kr.- pr. klst.
- Hámarksgjald pr. sólarhring: 4.500 kr.
Greitt er fyrir bílastæði í greiðsluvél eða með Easy park appinu.
Í appinu EasyPark eru settar inn upplýsingar um ökutækið þar sem m.a. er hægt að haka við „Camerapark“ til að sjálfvirkni í greiðslum geti átt sér stað.
Vangreiðslugjald
Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Krafa vegna vangreiðslugjalds er stofnuð á kennitölu bíleiganda eða umráðamanns, sé hann skráður í ökutækjaskrá. Krafan birtist samdægurs í netbanka/bankaappi. Ef gjaldið er ógreitt 14 dögum frá álagningu er krafan send í milliinnheimtu og mögulega í innheimtu lögfræðings með tilheyrandi kostnaði.
- Vangreiðslugjald: 5.500 kr.
Athugasemdir vegna álagningar
Bíleigandi eða umráðamaður getur gert athugasemd vegna álagningar vangreiðslugjalds innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutækið. Slík athugasemd er skráð inn í dálkinn "Hafa samband" og þar er valið "Þjónusta". Þar eru skráð helstu upplýsingar eins og númer ökutækis og staðsetningu bílastæðasvæðis.
Svar mun berast í tölvupósti innan 14 daga frá því að athugasemdin barst.
Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Green Parking í síma +354 470 2450 eða sendið fyrirspurn á netfangið hjalp@greenparking.is
Fá frekari upplýsingar