Harpa bílakjallari
Green parking ehf. sér um rekstur bílastæða í bílakjallaranum í Hörpu fyrir hönd eigenda auk þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna.
Bílastæðin eru alls 545 og bílakjallarinn er á tveimur hæðum.
Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmælum sem eru 1 á hvorri hæð bílahússins. Hægt er að greiða með greiðsluvélum sem eru Hörpu og Hafnartorgsmegin. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Harpa. Hæðartakmörk bifreiða í kjallaranum er 2,2 m.
Fá frekari upplýsingarHarpa bílakjallari
Gjaldskylda er í bílahúsinu allan sólarhringinn. Metan- og rafbílar eru ekki undanþegnir gjaldskyldu.
Hafnartorg bilakjallari
Gjaldskylda er allan sólarhringinn. Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmæli. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Hafnartorg.
Reykjastræti bílakjallari
Gjaldskylda er allan sólarhringinn. Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmæli. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Reykjastræti.
Gjaldskrá (Gildir fyrir Hörpu, Hafnartorg og Reykjastræti)
- Tímagjald 480 kr.-
- Heill dagur 3.600 kr.-
- Mánaðargjald 25.000 kr.-
Landsbankinn bílakjallari
Gjaldskylda er allan sólarhringinn. Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmæli. Einnig er hægt að greiða með EasyPark og Parka, gjaldsvæði Landsbankinn.
Gjaldskrá:
- Tímagjald 660 kr.- frá kl. 08:00 - 22:00
- Tímagjald 340 kr.- frá kl. 22:00 - 08:00
P merkt bilastæði (gildir einungis fyrir bílastæðin í Hörpu)
Handhafi P-merkis fær gjaldfrjálsan aðgang að bílahúsi Hörpu að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Handhafi P-merkis sendir tölvupóst á hjalp@greenparking.is eigi síðar en 3 klukkustundum fyrir viðburði/fyrirhugaða heimsókn.
Eftirfarandi skal koma fram í tölvupósti:
- Nafn og kt. handhafa P-merkis
- Bílnúmer
- Tímasetningar
- Mynd af P-merki
2. Séu bílar ekki sannanlega tilkynntir með tölvupósti fyrir fram í samræmi við þetta fyrirkomulag gildir gjaldskrá bílakjallara Hörpu.
3. P-merktir bílar skulu leitast við að leggja í P-Stæði sem eru alls 19 talsins. Vangreiðslugjald verður sent vegna ómerktra bíla samkvæmt gjaldskrá.
4. Óheimilt er að skilja P-merktan bíl eftir í stæði lengur en 10 klukkutíma. Gjaldskrá bílahúss tekur við að þeim tíma liðnum.
Vangreiðslugjald
Vangreiðslugjald 7.500 kr er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Vangreiðslugjald lækkar í 6.500 kr ef greitt innan þriggja daga. 250 kr.- seðilgjald leggst ofaná reikninga.
Merkingar fyrir gjaldskyld bílastæði eru sýnilegar með upplýsingaskiltum. Bæði við greiðsluvélar og þegar ekið er inn í bílakjallarann eru skilti þar sem tekið er skýrt fram hverjar greiðsluleiðir eru og hvaða gjaldsvæði sé í boði. Við getum því miður ekki tekið greiðslur til annarra gjaldsvæða gildar ef valið er rangt gjaldsvæði í öppunum, t.d. Höfðatorg eða P1-P4. Næsta dag eftir álagningu er krafan stofnuð og send í netbanka umráðamanns/eiganda ökutækisins til innheimtu. Eftir að krafan hefur verið stofnuð er einnig hægt að greiða gjaldið í bönkum og sparisjóðum.
Athugasemdir vegna álagningar
Bíleigandi eða umráðamaður getur gert athugasemd vegna álagningar vangreiðslugjalds innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutækið. Slík athugasemd er skráð inn í dálkinn "Hafa samband" og þar er valið "Þjónusta". Þar eru skráð helstu upplýsingar eins og númer ökutækis og staðsetningu bílastæðasvæðis.
Svar mun berast í tölvupósti innan 14 daga frá því að athugasemdin barst.
Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Green Parking í síma 470-2450.