Hamraborg bílakjallari
Green Parking ehf. sér um rekstur bílastæða í eigin nafni sem og fyrir fyrirtæki og húsfélög og sér um alla þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun þeirra á gjaldskyldum bílastæðum á svæðum félagsins.
Um er að ræða bílakjallara sem eru öll innistæði og bílakjallarinn er á tveimur hæðum.
Merkingar fyrir gjaldskyld bílastæði eru sýnilegar með upplýsingaskiltum.
Gjaldskylda er alla virka daga frá kl. 08.00 – 18.00 og laugardaga frá kl. 10.00 – 16.00.
Greitt er fyrir bílastæði með Easy park appinu
Í appinu EasyPark eru settar inn upplýsingar um ökutækið.
Gjaldskrá:
- Bílastæði: Fyrstu 30 mínúturnar eru gjaldfrjálsar.
- Fyrstu 30 mínútur eru fríar að því gefnu að fólk skrái bílinn inn með Easy Park appinu
- 350 kr. pr. klst. á milli kl. 08:00 og 18:00 alla virka daga
- 350 kr. pr. klst. á milli kl. 10:00 og 16:00 alla laugardaga
Vangreiðslugjald
Eftirlitsvörður er á svæðinu og hefur umsjón með skráningu bílnúmera vegna notenda sem hafa ekki skráð sig inn í Easy Park appinu og fá því þjónustugjald sent í heimabanka. Skráðir eigendur eða umráðamenn bifreiða (ef skráður í ökutækjaskrá) fá þá senda kröfu í heimabanka að fjárhæð kr. 4.500, auk seðilgjalds.
- Vangreiðslugjald: 4.500 kr.
- Nánari upplýsingar veitir þjónustuver Green Parking í gegnum netfangið hjalp@greenparking.is.