Hvernig getum við hjálpað þér?
Hvernig virkar þessi dagspassi?
Sérhver staðsetning hefur hámarks daggjald. Ef þú hefur skráð bílinn inn í kerfið þarftu ekki að borga meira á hverjum degi en hámarksdagsgjaldið.
Hvaða reikningur er þetta í bankanum mínum?
Staðsetningar okkar hafa ýmsar greiðslulausnir til að nota. Ef aðili skráir ekki bílinn innan kerfisins, annaðhvort í gegnum Easypark eða greiðsluvél, birtist vangreiðslugjald á bankareikningi bíleiganda.
Eigið þið staðsetninguna?
Nei, við rekum staðsetninguna fyrir eigendur bílastæða. Við höfum umsjón með fjármálum, byggingu, viðhaldi og rekstri.
Mig langar að leggja fram ágreining vegna reiknings
Vinsamlega hafið samband við Green parking, hjalp@greenparking.is. Við munum meta upplýsingarnar þínar og vera í sambandi við þig.
Get ég borgað eftir að ég er farinn?
Aðeins er hægt að greiða á staðnum í gegnum greiðsluvél eða app. Ef þú hefur yfirgefið svæðið, þá verður þú að hafa samband við þjónustuver, hjalp@greenparking.is, svo hægt sé að greiða gjaldið. Krafa um vangreiðslugjald fellur niður eftir að greiðsla hefur farið fram.
Ég er með reikning fyrir vangreiðslugjaldi í bankanum mínum en ég borgaði fyrir bílastæðið mitt?
Ef röng staðsetning hefur verið valin í gegnum Easy Park appið gæti krafa um vangreiðslu birst. Þá getur þú haft samband við fyrirtækið sem fékk greiðsluna frá þér til að óska eftir endurgreiðslu. Krafan um vangreiðslugjald verður hins vegar ekki felld frá okkur. Þú þarft að gæta þess að velja réttan stað með réttu bílnúmeri til að forðast kröfu um vangreiðslugjald. Ef greiðsla var rétt innt af hendi á réttum stað, þá getur þú sent inn athugasemd: