Dvergshöfði 4
Green parking ehf. sér um rekstur bílastæða við Dvergshöfða 4 fyrir hönd eigenda húsnæðisins auk þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna.
Inngangar eru tveir annars vegar gegnum bílastæðin á Dvergshöfða 2 og hins vegar við Bíldshöfða. Báðir inngangar eru með umferð í báðar áttir
Merkingum fyrir gjaldskyld bílastæði við Dvergshöfða 4 eru vel merkt með upplýsingaskiltum. Auk þess mun bílakjallarinn verða tekinn í notkun innan skamms og þar verður hægt að leigja bílastæði í skemmri eða lengri tíma.
Gjaldskylda er allan sólarhringinn:
- Bílastæði: 350 kr. pr. klst.
Greitt er fyrir bílastæði í greiðsluvél eða með smáforriti/app.
Í appinu EasyPark eru settar inn upplýsingar um ökutækið þar sem m.a. er hægt að haka við „CameraPark“ til að sjálfvirkni í greiðslum geti átt sér stað.
Sjá mynd hér að neðan um Dvergshöfða 4, bæði útibílastæðið og bílakjallarann.

Útibílastæði

Bílakjallari

Vangreiðslugjald
Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma.
Ef gjaldið er ógreitt 14 dögum frá álagningu er krafan send í milliinnheimtu og mögulega í innheimtu lögfræðings með tilheyrandi kostnaði.
- Vangreiðslugjald: 2.500 kr.