Fosshótel - Barónstígur 2-4

Green parking ehf. sér um rekstur bílastæða við Íslandshótel fyrir hönd húsnæðiseiganda auk þjónustu við bílaeigendur í tengslum við notkun bílastæðanna.

Bílastæðin eru á tveimur stöðum, annars vegar Skúlagötumegin fyrir framan hótelið með 20 stæðum og hins vegar Hverfisgötumegin á bak við hótelið en þar eru 12 stæði. Hverfisgötumegin er ekið niður eftir götunni við Hverfisgötu 93 og alveg út í enda að aftanverðu hótelinu.

Merkingar fyrir gjaldskyld bílastæði eru sýnilegar með upplýsingaskiltum.

Gjaldskylda er allan sólarhringinn:

  • Bílastæði: 600 kr. pr. klst. fyrstu 3 klukkustundirnar.
  • Eftir þann tíma: 250 kr. pr. klst.
  • Hámarksgjald pr. sólarhring: 4.500 kr.

P merkt bilastæði (gildir einungis fyrir bílastæðin á Barónsstíg)

Handhafi P-merkis fær gjaldfrjálsan aðgang að bílastæðum Fosshótels við Barónsstíg að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

1. Handhafi P-merkis sendir tölvupóst á hjalp@greenparking.is eigi síðar en 3 klukkustundum fyrir fyrirhugaða heimsókn.

Eftirfarandi skal koma fram í tölvupósti:

a. Nafn og kt. handhafa P-merkis

b. Bílnúmer

c. Tímasetningar

d. Mynd af P-merki

2. Séu bílar ekki sannanlega tilkynntir með tölvupósti fyrir fram í samræmi við þetta fyrirkomulag gildir gjaldskráin.

3. P-merktir bílar skulu leitast við að leggja í P-Stæði sem er 1 talsins og staðsett fyrir framan inngang hótelsins. Vangreiðslugjald verður sent vegna ómerktra bíla samkvæmt gjaldskrá.

4. Óheimilt er að skilja P-merktan bíl eftir í stæði lengur en 3 tíma. Gjaldskrá bílastæðis tekur við að þeim tíma liðnum. 

Greitt er fyrir bílastæði í greiðsluvél eða með smáforriti/app.

Í appinu EasyPark eru settar inn upplýsingar um ökutækið þar sem m.a. er hægt að haka við „CameraPark“ til að sjálfvirkni í greiðslum geti átt sér stað.

Sjá myndir hér að neðan af bílastæðunum sem eru staðsett bæði fyrir framan hótelið og fyrir aftan hótelið, Hvergisgötumegin.

Bílastæði að framan

Bílastæði fyrir aftan hótelið

Vangreiðslugjald

Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Krafa vegna vangreiðslugjalds er stofnuð á kennitölu bíleiganda eða umráðamanns, sé hann skráður í ökutækjaskrá. Krafan birtist samdægurs í netbanka/bankaappi. Ef gjaldið er ógreitt 14 dögum frá álagningu er krafan send í milliinnheimtu og mögulega í innheimtu lögfræðings með tilheyrandi kostnaði.

  • Vangreiðslugjald: 4.500 kr.

Athugasemdir vegna álagningar

Bíleigandi eða umráðamaður getur gert athugasemd vegna álagningar vangreiðslugjalds innan 14 daga frá því að álagning var lögð á ökutækið. Slík athugasemd er skráð inn í dálkinn "Hafa samband" og þar er valið "Þjónusta". Þar eru skráð helstu upplýsingar eins og númer ökutækis og staðsetningu bílastæðasvæðis.

Svar mun berast í tölvupósti innan 14 daga frá því að athugasemdin barst.